Hvernig á að byrja – Að halda á nálinni og garninu


1. Algengasta aðferðin til að halda á heklunálinni er að halda á henni eins og hún sé penni. Fingurgómar þumals og vísifingurs eru yfir flata hluta nálarinnar.


2. Önnur aðferð til að halda á nálinni er að halda utan um flata hluta nálarinnar með þumalfingri og vísifingri eins og haldið er á hníf.
– Ég held sjálf á nálinni svipað og á þessari mynd. Ég er reyndar með þumalfingur og löngutöng á flata hluta nálarinnar og hef vísifingur alveg við krókinn á nálinni. Það bregst ekki að ég fæ alltaf komment á það hve vitlaust ég held á nálinni.


3. Til þess að stjórna flæði garnsins á meðan er heklað er garnið haft yfir vísifingri og lauslega snúið um litlafingur vinstri handar.
– Haldið er eins á garninu og þegar er prjónað. Ég sjálf vef ekki garninu um litla fingurinn, heldur held ég um bandið með bæði litla fingri og baugfingri.

Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!

Skildu eftir svar