Hvernig á að byrja – Að búa til fyrstu lykkjuna


1. Snúið upp á garnið í lykkju eins og sýnt er á myndinni, stingið nálinni í gegnum lykkjuna, náið garninu með króknum á nálinni og togið í gegn til þess að búa til lykkju upp á nálinni.
– Endinn á þessari mynd er frekar stuttur, passið að hafa endann nógu langann til að hægt sé að hanga frá honum.


2. Togið gætilega í endann og þéttið lykkjuna um nálina, þá er fyrsta lykkjan tilbúin.
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!

Skildu eftir svar