Hvað er á nálinni?

Eins og ég get verið stíf og skipulögð með suma hluti þá get ég verið algerlegar óskipulögð og í lausu lofti með aðra hluti. Heklið mitt er þannig stundum c”,)

Hún Halldóra hjá Prjónaperlum hafði samband við mig á Ravelry og bauð mér að vera með í svokölluðu Yarn-Along. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg hugmynd og tók því fagnandi að vera að vera með.

Hugmyndin er sem sé sú að taka mynd af því sem er á nálinni eða prjónunum í dag…og líka bók sem þú ert að lesa…og smella myndinni á bloggið sitt, Ravelry, Flickr, Facebook eða bara hvar sem hægt er að deila myndunum og ætlar hún Halldóra að safna hlekkjunum saman á bloggið sitt eða hér.

Öllum er að sjálfsögðu velkomið að vera memm svo endilega skellið inn myndunum ykkar. Það verður skemmtilegt að sjá hvað allir eru að vinna í!

Mig langaði rosalega að taka fína og fallega mynd af öllu uppstilltu og hafa þetta soldið töff. Eeen ég er á smá hraðferð því ég er að fara af stað upp á flugvöll eftir tæpan klukkutíma. Svo svona er aðstaðan hjá mér akkurat núna.

Ég fæ alltof mikið af hugmyndum og hreinlega fæ mig ekki alltaf til að klára eitt áður en ég byrja á næsta verkefni…eða bók…og því er oft margt í gangi á sama tíma.

#1 – Krukkur
Er að hekla krukkur með netamynstri. Veit ekkert hvort þetta kemur flott út í lokin EN hugmyndin er að hafa sett þar sem netamynstrið er misstórt.

#2 – Herðatré
Er búin að gera mér ferð í Góða Hirðinn og kaupa mér gamaldags herðatré á skít og inge-ting og hekla utan um þau með garni sem ég á í skúffunum. Ætla að gera 6 í setti og er hálfnuð með að hekla 6. renninginn og búin að festa 3 á trén sjálf. Kem með meira um þetta þegar ég er búin.
#3 – Sjalið Þórunn
Risa sjalið mitt sem ég fékk æði fyrir og heklaði á um tveim vikum. Svo vantar mig bara aaaaðeins meira garn til þess að geta klárað það. Mér til mikils ama eru Rúmfó hættir að selja garnið sem ég var að nota í þetta (svarta litinn) og varð ég að plögga mér öðru garni. Við Rúmfó erum ekki vinir í augnablikinu.
Sjalið heitir Þórunn því ein kunningjakona mín er alltaf með svo geggjað risastórt sjal og kom hugmyndin frá henni – hún heitir einmitt Þórunn.
# 4 – Bækur
Eins og með hekl þá kann ég ekki að lesa eina bók í einu. Er alltaf með 2 í gangi og stundum alveg upp í 4…sem er auðvitað bara rugl. En Ástin á tímum kólerunnar er klassík sem mig hefur lengi langað til að lesa því ég er mjög hrifin af þessum rithöfundi. Þessi bók er í handfarangrinum og verður vonandi kláruð í fluginu. Facing Codependence er sjálfshjálparbók frá snillinginum henni Piu Mellody les einn kafla í einu og melti hann áður en byrjað er á næsta.
Jæja þá er þessi upptalning komin. Þá ætti ég að fara að standa upp og gera mig ferðbúna þar sem farið mitt upp á flugvöll er væntanlegt eftir 40 mín.
Ég er að fara í vikuferð til USA á ráðstefnu og að heimsækja vini og fjölskyldu. Hef aldrei farið til USA áður og er alveg frekar spennt…en samt er merkilega pollróleg. Þetta er enn svo óraunverulegt c”,)

Heimaland ömmuferningsins hér kem ég!

Skildu eftir svar