Hvað ætti ekki að hekla?

Það er eitt hekl blogg sem ég skoða stundum sem sker sig aðeins úr frá öðrum hekl bloggum.

What Not to Crochet
Because there’s always one more crochet design that shouldn’t be made!

Eigandi bloggsins er ekki að stæra sig af sínu eigin hekli…heldur deila skoðunum sínum á því sem henni finnst vera ljótt hekl. Mér finnst þetta frekar fyndin síða…en mömmu finnst hún ekki alveg jafn fyndin. Mömmu finnst ljótt að gera grín að því sem aðrir eru að hekla sér…því þeim finnst það líklegast mjög fallegt. En já sumt heklið þarna finnst mér alveg skelfilegt…en það er ekki skelfilegra en það að það fær mig til að hlæja.

Og já sumt heklið þarna er ekki svo slæmt. Ég fann eitt núna um daginn sem ég var búin að “uppáhalda” á Flickr en þessum bloggara langaði til að æla c”,)


Anywho ég mæli samt með því að þið skoðið þessa síðu – ef þið hafið ekkert á móti því að hlæja að öðrum – og sjáið hvort ykkur finnst þetta jafn hræðilegt.
Skildu eftir svar