Hekluð krukka – uppskrift úr Bændablaðinu

Ég heklaði fyrst utan um krukkur jólin 2010. Ég bloggaði um krukkurnar mínar og þær vöktu svo mikla lukku. Þetta var upphafið að miklu æði hjá mér og er ég löngu búin að missa tölu á því hversu margar krukkur ég hef gert. Nú hefur miðnætursólin kvatt okkur og það er orðið dimmt aftur á kvöldin. Þá er tími kertaljósa kominn og hvað er betra en að kveikja á kertaljósi í heklaðri krukku?!

Heklaðar krukkur eru svo þægileg verkefni til að hafa í töskunni og taka með sér í heimsóknir. Svo eru heklaðar krukkur svo skemmtilegar gjafir svo það er í góðu lagi að hekla helling og eiga til.

080

 001

002 copy

046

  052

048 copy

016 copy

017 copy

heklunála_03

070

074

Uppskriftin að þessar fyrstu hekluðu krukku minni birtist í Bændablaðinu í dag (bls. 41) og er fríkeypis á síðunni okkar. Ég mæli að sjálfsögðu með því að þið notið heklgarn  og heklunálar frá okkur…en heklgarnið er til í helling af flottum litum.

Vona að þið hafið jafn gaman af því að hekla utan um krukkur og ég c”,)

Heklkveðjur
Elín

Skildu eftir svar