Heklunálastærðir

Stundum þegar ég er að lesa uppskriftir á útlensku þá stendur að mar eigi að nota heklunál af stærðinni H. Hvað er það?
Eins og með svo margt annað þá getur ekki bara verið ein alþjóðleg stærð. Heldur þurfa Bandaríkjamenn að hafa sitt, Bretar hafa sitt og svo erum við með metrakerfið okkar.

Þegar þessi staða kemur upp þá þarf ég að skella mér á Google og fletta þessu upp. Sem er svo sem ekki mikið vandamál. En hve þægilegt væri það ef þetta væri bara á einum stað – eins og t.d. hérna á blogginu mínu.

Því miður þá samræmast stærðirnar ekki á öllum þeim síðum sem ég skoðaði. Þetta eru algengustu stærðirnar og þeim skeikar ekki mjög mikið.

Vonandi kemur þetta að gagni c”,)

Skildu eftir svar