Hekldagbók

Um daginn fór ég út í búð og keypti garn í peysur sem ég ætlaði að hekla handa Móra og Aþenu. En eins og ég sagði í fyrri færslu þá keypti ég vitlaust garn og peysan hans Móra varð alltof þung. Því ákvað ég að hekla ekki aðra eins peysu fyrir Aþenu heldur gera öðrvísi peysu sem passaði fyrir Kambgarnið. Ég ákvað að halda smá dagbók yfir þetta hekl mitt…sýna þróunina í myndum fyrir hvern dag.

Dagur 1:
Heklaði eina og hálfa ermi.
Ákvað að hekla ekki endana jafnóðum því mér fannst það sjást of mikið.


Dagur 2:
Kláraði seinni ermina og gekk frá endum í ermum.
Það var ágætis verk.
Byrjaði á bolnum.
 


Dagur 3:
Kláraði bolinn og gekk frá endum í honum.
Byrjaði og kláraði berustykkið og festi þannig ermarnar við bolinn.


Dagur 4:
Kláraði að ganga frá endum.
Saumaði saman ermarnar.
Heklaði boðunginn, eins og það er kallað.
Gerði tvær misheppnaðar snúrur
og náði því ekki að klára peysuna þennan daginn.
 

Dagur 5:
Bjó til þriðju snúruna.
Það er ekki alveg fyrir mig að gera snúrur.
Þræddi snúruna í hásmálið og voila peysan er tilbúin.
Og bara frekar flott þótt ég segi sjálf frá.

Er voða skotin í þessu V-mynstri.
Það væri hægt að gera virkilega fallegt teppi úr því.


Uppskrift: Þóra heklbók
Stærð: 12-18 mánaða
Garn: Kambgarn, tæpar 5 dokkur
Heklunál: 3,75

Skildu eftir svar