Það er hægt að bæta umferðum við þennan kant ef manni langar til að hafa þykkari kant eða fleiri liti.
Umferð 1: Tengið í hvaða lykkju sem er, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sömu lykkju, 1 fastapinni, 1 loftlykkja. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 2: Byrjið með næsta lit í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sama loftlykkjubil, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Umferð 3: Byrjið með næsta lit í næsta loftlykkjubili, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í sama loftlykkjubil, 1 loftlykkja, 1 fastapinni í næsta loftlykkjubil. Endurtakið út umferðina, lokið umferðinni með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.