Heklaður hringsmekkur

Ég er svo glöð að geta heklað aftur. Er þó ekki alveg orðin góð í hendinni…svo ég er að taka því rólega…en þetta er allt að koma. Ég tók mig til fyrir stuttu og heklaði 4 hringsmekki. 

Tvo handa Móra mínum og tvo handa Aþenu litu systurdóttur minni.
Ég notaði Mandarin Petit garn og heklunál nr. 3,5 í fyrstu tvo smekkina. Ég hekla hins vegar svo fast að þeir eru ekkert rosalega stórir. Svo ég heklaði næstu tvo með nál nr. 3,75 og það munaði alveg smá á stærðinni. Hins vegar finnst mér þeir smekkir ekki nógu fínir því þeir eru ekki jafn þétt heklaðir.


Uppskriftin er klassísk og fann ég hana á netinu fyrir nokkru síðan. Sem betur fer prentaði ég uppskriftina út því hlekkurinn virkar því miður ekki lengur.


Hann Móri minn er samt soldið fyndinn með smekkinn sinn því hann lítur soldið út eins og hann sé með prestkraga…en sætur er hann samt.
Skildu eftir svar