Ég er lengi búin að hafa áráttu fyrir að safna glerkrukkum. Ég hef aldrei haft neina sérstaka hugmynd um hvað ég ætlaði svo að gera við þær. En það er bara e-ð við glerkrukkur sem heillar mig.
Einn dag fyrir jól stóð ég svo í röðinni í Bónus og las Hús & Híbýli og þá fékk ég þessa snilldar hugmynd að hekla utan um e-ð af þessum krukkum og gera mér aðventukrans. Og úr því fæddist aðventukransinn minn fyrir 2010. Ég er ekkert smá ánægð með kertastjakana mín og ætla að halda áfram að nota þá þótt jólin séu búin. Mér finnst þeir ógeðslega flottir OG birtan frá þeim er enn flottari.
Ég varð að halda áfram og gera fleiri. Ég fékk þetta svarta garn í jólagjöf og ákvað að gera tvo í viðbót og prófa nýtt mynstur. Þeir eru voða sætir líka EN mér finnst mynstrið ekki jafn flott og í þeim fyrri. Það pirrar mig smá líka að þeir séu ekki alveg eins – annar er teygðari en hinn.
Svo er ég búin að sitja sveitt við að ná miðum og lími af þeim 16 krukkum sem ég á til viðbótar. Alveg magnað hvað límið er pikk fokking fast á sumum krukkum.
Það er allavegana enginn vafi um að það verður heklað utan um fleiri krukkur!