Ég er mis ánægð með þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta verkefni er eitt af þeim sem ég er fáránlega ánægð með og get ekki annað en brosað í hvert skipti sem ég labba fram hjá því.
Ég heklaði 10 dúllur úr bómullargarni, ekki heklgarni samt heldur grófara garni með heklunál nr. 4. Gulur er í uppáhaldi og ég hikaði ekki við að velja gult garn í verkefnið.
Sinnepsgulu dúllurnar eru heklaðar úr Cotton8
Sóleyjargulu dúllurnar eru líka heklaðar úr Cotton8
Gulsprengdu dúllurnar eru úr Sunkissed
Dúllurnar hengdi ég svo upp í glugganum niðrí vinnu.
Eins og fyrr segir þá er ég ótrúlega ánægð með dúllurnar og þreytist aldrei á að dást að þeim.
Það er svo auka bónus að þegar sólin skín inn þá varpa dúllurnar fallegum skugga á vegginn í versluninni.
Þetta eru dúllurnar. Níu af tíu voru heklaðar eftir munsturmyndum sem ég fann á Pinterest…ein var svona næstum því eftir uppskrift. Þær voru svo allar stífaðar með sykurvatni og eins og alltaf notaði ég skapalón af blogginu A Stitch in Time til þess að allt væri beint og fallegt.
Set inn link á hverja dúllu, eina sem þarf að gera er að smella á myndina og uppskriftin er þín.
Þessi geggjaða hugmynd er fengin af blogginu hjá Kirsten sem er hollenskur Scheepjes bloggari.
Mæli með því að þið kíkið við hjá henni því hún er með fullt af flottu hekli á síðunni sinni.