Handavinnufýla

Ég er gersamlega handóð þegar kemur að handavinnu – eins og nafnið á blogginu gefur til kynna. Stundum þá líður mér eins og hausinn á mér sé að rifna því það er svo mikið af hugmyndum í gangi og ég hef engan veginn nægan tíma til að komast yfir allt saman. Þegar þannig er þá byrja ég gjarnan á nýjum verkefnum áður ég klára það sem ég er þegar byrjuð á. Áður en ég veit af þá er ég komin með alltof mörg verkefni í gang og sum þeirra bara alls ekki að virka eins og þau áttu að gera. Þá er eins og mér fallist hendur og ég fer bara í handavinnufýlu.

Þessi helgi hefur verið þannig. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hef ég ekki snert handavinnu í 2 daga og er bara e-ð voðalega andlaus…og eirðarlaus.

Má til með að sýna ykkur kostakaupin sem ég gerði í Góða Hirðinum um daginn. Elska að fara í góða og bara rölta um og skoða allt dótið. Og í einum slíkum rúnti fann ég prjóna og heklunálar til sölu.

Keypti mér:
Heklunálar nr. 1 og 1,25

Sokkaprjóna nr. 4 og 5

Og par af prjónum nr. 5 1/2 og 8
Finnst þessir svakalega flottir.
Elska svona prjóna sem eru aðeins öðrvísi.

Allt þetta kostaði mig bara 1.800 kr.
Finnst það vera kjarakaup.

Skildu eftir svar