Ég hef alveg svakalega gaman af því að fara í Góða Hirðinn. Ég fór í vikunni aðeins að kíkja og aldrei þessu vant þá var allt stútfullt af handaverki þar. Misflott allt saman en ég hef voða gaman af því að finna svona “gamalt” handverk og mögulega nýta það til þess að skapa eitthvað nýtt.
Heklaður púði. Ömmu ferningur öðrum megin…
…og eitthvers konar blóma tígla ferningar hinum megin.
Fínasta heklaða teppi á því sérstaka verði 2.150 kr.
Sem er nú gjöf en ekki gjald fyrir gott heklað teppi.
Nærmynd af ferningnum.
Á þessari önn er ég í Útsaums áfanga í skólanum og því er ég að pæla mikið í útsaum þessa dagana.
Annað heklað teppi. Það voru til tvö eins af þessum grip.
Útsaumað púðaver…óklárað.
Skemmtilegt að hafa svona stjörnur í stað venjulegs krosssaums.
Eldhúsmynd með fallegu mynstri.
Spes dúkka. Fannst hún eiginlega bara verða að vera með.
Útsaumur á priki. Mögulega skólaverkefni hjá einhverju barni.
Nokkrir útsaumshringir. Hefði líklegast keypt einn eða tvo ef ég hefði ekki gleymt að taka kortið mitt með.
Grófur javi og plast javi. Hefði verið til í að kaupa plast javann.
Garn.
Pottaleppar.
Jólamyndir
Önnur jólamynd.
Þessi mynd var svo æðisleg. Frjáls útsaumur einmitt með þeim sporum sem ég er að læra á þessari önn. Flottur innblástur.
Á þessari nærmynd sést hvernig er búið að gera blóm og laufblöð með því að sauma
Flatsaum, Sikk-sakkspor, Lykkjuspor eða Keðjuspor og mögulega Varplegg ef ég sé rétt.
Töff útsaumuð mynd. Held að þetta sé Flatsaumur.
Önnur mynd sem ég er nokkuð viss um að sé Flatsaumur líka.
Krosssaumsmynd. Klassík.
Fannst svo fallegt mynstur í þessari mynd.
Þessi mynd fær mig til að brosa og velta fyrir mér hvar hún hefur hangið uppi.
Prjónuð peysa. Mögulega úr Einbandi.
Frekar flott mynd. Finnst alveg hreint geggjað að hún sé saumuð út eins og teppi.
Veit samt ekkert hvað þessi saumur heitir.
Önnur mynd sem er saumuð á sama veg. Ef þetta eru ekki listaverk þá veit ég ekki hvað.
Töff veggteppi með þrívíddar ferningum. Langar að prufa að sauma út þetta mynstur og sjá hvort þrívíddin komi hjá mér líka.
Enn eitt listaverkið. Saumuð veggmynd.
Og að lokum saumaður pottaleppi. Mér finnst þetta vera soldið jóló.
Ég veit ekki hvort ykkur finnst þessir gripir jafn spennandi og mér. En mín upplifun af því að skoða gamalt handverk er hreinlega eins og að vera á listasafni. Enda finnst mér handverk vera list.
Elín c”,)