Að vaska upp eða blogga. Er það spurning?
Ég er alveg að elska það að vera heima með Móra mínum en ég er ekki alveg sú öflugasta heimavinnandi húsmóðir sem sögur fara af. Hafið þið ekki heyrt máltækið “A clean house is a sign of a wasted life.” Ég rígheld í það c”,)
Ég ætla að reyna að vera öflugri að blogga og þar sem ég hef ekki myndir af mínum eigin verkefnum til að deila með ykkur afhverju þá ekki að deila flottu hekli frá öðrum sem ég hef rekist á?
Á blogginu Olavas Verden rakst ég á þessa flottu uppskrift af hekluðum rósum. Bloggið er á norsku. En hún er með virkilega flottar og ýtarlegar leiðbeiningar svo flestir ættu að geta nýtt sér uppskriftina. Mæli með því að þið skoðið bloggið hennar það er virkilega skemmtilegt og mikið af flottu hekli.
Ætli ég fari þá ekki og vaski upp. Svona fyrst að Móri sefur.