Ferningafjör (febrúar) 2013

Ég held áfram að framleiða ferninga. Skemmti mér líka svona konunglega við það. Ég er að læra heilmikið nýtt og það er alltaf gaman að bæta við sig þekkinguna.

Þetta eru ferningarnir sem ég gerði í febrúar.


Febrúarferningarnir:
Garn: Dale Baby Ull
Nál: 3,5 mm
More V’s Please
Gerði þennan í janúar verkefninu mínu líka. Það var því ekki erfitt að gera hann.

The Crocodile Flower
Ó hann er svo fallegur. Æj það var svo skelfilega erfitt að gera hann.
Aðallega samt því hann var svo svakalega stór. Ég þurfti að hafa því líkt mikið fyrir því að minnka hann en ná samt að gera öll krónblöðin. Allt blómið er meir að segja heklað með nál nr. 3.

Höfundurinn segir í uppskriftinni að hún hekli fast og þess vegna sé hann svona mikið stærri hjá öðrum. Ég hekla nú mjög fast svo ég get ekki ímyndað mér hversu fast hún heklar.

Blomsterkvadrat
Ég fór ekki eftir uppskriftinni að þessum ferning heldur fór eftir uppskrift sem er hér á blogginu mínu en stækkaði hann aðeins meira. Hlekkurinn er að uppskriftinni að ferningnum sem kosið var að fara efti í febrúar…og þeir eru eiginlega eins.
 

African Flower Motif
Bleee. Er ekkert mikið gefin fyrir þennan ferning. Leiddist alveg svakalega að gera hann. En finnst hann samt ekkert ljótur. Mér finnst hann bara ekkert spes.

Svona líta ferningarnir 7 sem ég er búin með út allir saman.
Planið er að hafa krók í miðjunni. Hann eiginlega verður að vera það því hann er svo áberandi.

Litla hjálparhellan mín sem verður að vera með í öllu.
Lífið væri svo sannarlega fátækara án hjálparhellna…og hekls c”,)

Skildu eftir svar