Færeysk stjörnupeysa

Uppskriftin í Bændablaðinu í dag er peysa sem ég kalla færeysku stjörnupeysuna.

færeysk stjörnupeysa1

Þessi peysa hefur verið gífurlega vinsæl í Færeyjum undanfarin ár. Leikkonan Sara Lund kom fram í þessri peysu þegar hún lék í vinsælum dönskum sjónvarpsþáttunum The Killing sem sýndir voru á RÚV hér á landi. Hönnunin kom frá færeyska fyrirtækinu Guðrun & Guðrun.

Navia trio

Eins og við þekkjum dæmi um hér á Íslandi fór af stað umræða í Færeyjum um það að Guðrun & Guðrun gætu ekki átt einkarétt á því að prjóna þessar stjörnur þær væru jú gamalt færeyskt munstur. Það hafa verið og eru enn prjónaðar margar svona peysur í heimahúsum í Færeyjum og alveg séð fyrir endann á vinsældum þeirra.

Þegar ég fór til Færeyja sumarið 2012 sá ég hversu mikið æði var í gangi það árið. Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að 80% kvenna, allt frá litlum stelpum upp í fullorðnar konur voru í svona peysu. Í alla vega litum, opnar og lokaðar. Frænka mín bað mig um að prjóna eina fyrir sig og þegar ég kom til Fuglafjarðar sat móðursystir mín við að prjóna svona peysu á eitt barnabarnið sitt.

Peya á Angelu

Ég prjónaði ekki laskaermar á þessa heldur hafði berustykki með úrtökum

Frænka var sæl með peysuna og þegar Maía Sigrún fæddist prjónaði ég peysuna sem kemur fram í Bændablaðinu í dag. Peysan er falleg í hvaða litum sem verða fyrir valinu og hentar bæði strákum og stelpum.

Hanna Bisp facebook

 Mynd fengin að láni frá Hanna Bisp af Facebook-bindiklubbur

Winnie Hentze Andreasen facebook

Mynd fengin að láni frá Winnie Hentze Andreasen af Facebook-bindiklubbur

Eins og áður sagði þá er uppskriftin í Bændablaðinu í dag. Einnig má nálgast uppskrift hjá okkur í Handverkskúnst með kaupum á Navia Duo garni. Netverslunin er alltaf opin, opnunartíma og staðsetningu verslunar má sjá hérna

Prjónakveðja
– Guðrún María