Handavinnan gengur hægt um þessar mundir. Bæði vegna þess að Móri kallinn hefur forgang framfyrir heklið og vegna þess að athyglisbresturinn minn er í hámarki…sem þýðir að ég er byrjuð á þó nokkrum verkum en hef ekki klárað neitt.
Nema tvo smekki til viðbótar. Aþena litla frænka mín dafnar svo vel, 3 mánaða var hún orðin 66 cm og 7,1 kg. Og því pössuðu hringsmekkirnir sem ég hafði gert handa henni ekki á hana. Hún er þó farin að slefa duglega svo ég skellti í tvo stærri smekki handa henni.
Uppskrift: Þóra heklbók
Garn: Mandarin Petit
Nál: 3,5 mm
Daman tekur sig bara nokkuð vel út með smekkina.