Þar sem ég gat ekki heklað seinustu vikur meðgöngunnar en gat saumað þá missti ég mig soldið í því. Ætlaði að gera sér blogg um hvert og eitt verkefni en nenni ekki…svo þetta kemur allt bara í einni klessu.
1. Ákvað að gera svona nafna-fæðingar-hvað sem þetta heitir-mynd handa Móra kallinum og vildi eiga í stíl handa Mikael svo ég gerði tvær.
2. Hef fyrir löngu bloggað um mynsturbókina hennar ömmu – Føroysk Bindingarmynstur – og ást mína á henni. Þetta er safn af 100 ára gömlum Færeyskum prjónamynstrum. Ég er ekki nógu dugleg að prjóna svo ég hef í raun aldrei getað gert mikið annað en dáðst að henni. Eitt kvöldið datt mér þó í hug að sauma mynstrin. Dundaði mér við að gera þrjár prufur áður en ég skellti mér í að teikna upp verkefni með mynstri úr bókinni.
3. Klósettvísa Gissurs. Barnsfaðir minn heyrði þessa vísu og langaði svo í hana saumaða inn á klósett hjá sér. Útkoman varð þessi. Mynstur-raminn er auðvitað úr bókinni hennar ömmu.
Þar sem sonur minn virðist alltaf finna það á sér þegar ég ætla að blogga og heimtar þá að fá brjóst þá verður þetta ekki lengra að sinni.