Check mate Kate you’ve taken the King

Í tilefni dagsins þá verður að koma smá brúðkaupsblogg.

Hún Mrs. Twins sem er með SIBOL bloggið hefur verið að safna saman í konunglegt brúðkaupsteppi. Margir hverjir ferningarnir þar eru ansi skrautlegir og frekar fyndnir.

Þessi ferningur er af William og Kate
eða Vilhjálmi og Kötu eins og þau eru víst kölluð á íslensku.

Fann nokkrar myndir af hekluðum brúðarkjólum
og kjólum sem sækja innblástur sinn í hekl.


Það er líka hægt að hekla brúðarskart.


Svo einn sætur brúðarmeyjarkjóll.

Fallegasti brúðarkjóll sem ég hef á ævinni séð er þessi.
Ef það mun e-n tímann koma til þess að ég gifti mig
þá mun ég án alls efa gera minn eigin kjól
og sækja innblásturinn minn í þennan kjól.


Hægt er að sjá fleiri myndir úr þessu brúðkaupi hér.


Vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og ég að fylgjast með brúðkaupinu í morgun.
Og dáðst að þessum fallega kjól sem hún Kate var í c”,)

Skildu eftir svar