Byrjunin

Það fyrsta sem ég heklaði var teppi. Eftir það heklaði ég alveg eins teppi. Og annað eftir það. Og mörg mörg önnur alveg eins til viðbótar. Það er reyndar ekki alveg rétt að þau hafi öll verið eins. Litirnir voru jú mismunandi. Og með tímanum urðu teppin mín mun betri. Teppin voru ekki skökk og ég fór að hekla þéttar.Teppið góða fann ég í prjónablaðinu Tinnu eftir að ég ákvað að búa til gjöf handa Ellý móðursystur minni sem var þá ólétt. Mamma mín er mikil prjónakona og hjálpaði hún mér að læra að hekla eftir leiðbeingingunum sem voru í prjónablaðinu – og eru enn. Mamma kunni ekkert að hekla og ekki nóg með það þá er mamma örvhent. Svo við mæðgur vorum frábært teymi. En allt gekk að óskum og ást mín á hekli fæddist.

Fyrsta teppið
Heklað fyrir Guðmund frænda 1996

Teppið hans Mikaels míns 2001

Teppið hans Ágústs 2002


Annað teppið
Heklað fyrir Kristófer bróðir 1998

Skildu eftir svar