Annáll 2012

Það er klassík að horfa á hina ýmsu annála í sjónvarpinu á Gamlárs. 
Því datt mér í hug að gera annál yfir það sem ég hef tekið mér fyrir hendur á árinu 2012. 
Eða því sem ég hef bloggað um því það er ekki allt sem kemst á bloggið.


Ég litaði einband með Kool-Aid og heklaði mér Kríu. Ég gat hins vegar ekki notað hana því mig klæjar undan einbandinu.
Svo seinna á árinu þæfði ég Kríuna og bjó mér til nálapúða.9. febrúar fæddist Móri minn og var það án efa hápunktur ársins.


Ég heklaði utan um herðatré og gaf í afmælisgjöf.

Og ég kláraði krosssaumsmynd af Íslandi.
Hún hafði legið ofan í skúffu í mörg ár.
Þetta var frekar stórt afrek.Ég saumaði út klósettvísu handa kæró.Saumaði út Færeysk prjónamunstur.


Og saumaði út fæðingarmyndir handa strákunum mínum.

Heklaði hringsmekki handa Aþenu og Móra. Þeir reyndust vera alltof litlir og því lítið notaðir.


Saumaði líka út í smekki handa Aþenu og Móra.Í apríl var ég greinilega róleg því eina sem ég bloggaði um voru smekkirnir
sem ég heklaði handa Aþenu sem slefaði út í eitt á þessum tíma.

Gerði ég heiðarlega tilraun til að prjóna vettlinga en gafst upp.
Reyni kannski aftur 2013.Ég byrjaði á Keðjuverkunarteppinu handa Jóhönnu systur.Heklaði Star Wars húfu á Móra.

Graffaði á GrenivíkHeklaði nýjar týpur af krukkumHeimsótti graff sem ég hengdi upp fyrir ári síðan


Bjó til barnamauk í massavís.

Kláraði Keðjuverkunarteppið hennar Jóhönnu
Heklaði peysu innblásna af íslensku lopapeysunni.


Heklaði ungbarnapeysu úr Þóru heklbók


Heklaði sexhyrningateppi sem ég kalla Advania

Kenndi Jóhönnu systur að hekla

Undirbjó strætógraff
Heklaði utan um FULLT af litlum krukkum


Var memm í að graffa strætó.


Rammaði inn krosssaumsmyndir og hengdi upp í herberginu hans Móra.
Þær höfðu legið ofan í skúffu síðan ég saumaði þær 

handa Mikael fyrir tæpum 12 árum.

Viðtal við okkur systur birtist í Morgunblaðinu.


Setti upp myndavegg.


Óf fyrir skólann


Varð 3tug og fékk fullt af garni í afmælisgjöf meðal annars.


Heklaði og stífaði snjókorn.


Þæfði helling fyrir skólann.Óf meira fyrir skólann.Byrjaði að hekla CAL teppið.


Prjónaði krukkur og bjöllur.

Byrjaði á Lævirkjateppinu

Heklaði risamottu úr Zpagetti garniSaumaði fígúrur fyrir skólann


Kláraði Lævirkjateppið (reyndar í lok nóvember)
og gaf litlum herramanni.


Heklaði dúka í massavís.


Og fleira dúllerí


Heklaði utan um nokkrar jólakúlur og dáðist að þeimÞakka öllum þeim sem lesa bloggið mitt kærlega fyrir innlitið á árinu
og vona að þið hafið haft gagn og gaman af.

Ég veit að ég skemmti mér allavegana mjög vel.
Hlakka til að sýna ykkur meir af handavinnu á nýja árinu.

Elín Handóða c”,)

Skildu eftir svar