Aftur og aftur krukkur

Ég er alltaf að gera fleiri krukkur og þar sem það er heill hellingur af þeim hérna heima þá er eins gott að finna e-r not fyrir þær.

Það er hægt að nota þær…

…undir blóm

…fyrir heklunálar

…undir snyrtidót

…sem lampa
…og auðvitað sem kertastjaka


Síðustu viku heklaði ég tvær nýjar týpur af krukkum til að gefa sem útskriftargjafir.

Sumarlitablanda

Þessar minna mig á býflugnabú

Bleikar krukkur með jarðaberjamynstri

Innpakkað og fínt

Skildu eftir svar