Advania teppi

Hugmyndin að þessu teppi er fengin af logo-inu hjá Advania og því kalla ég það Advania teppið. Þetta mynstur heitir víst samt Tumbling Blocks.Þetta eru þrílitir sexhyrningar sem eru heklaðir saman og eiga að mynda svona þrívíddar-mynstur. 
Teppið er mjög svo flott þótt ég segi sjálf frá. Ég er svo skotin í þessum litum saman. 

Mér gengur samt frekar illa að ná myndum af því sem ég er sátt við. Finnst mynstrið ekki sjást alveg nógu vel og ekki litirnir heldur. En þannig er það bara stundum.

Fékk Móra kallinn til þess að pósa svo aðeins með teppið.
Hann er varla ungabarn lengur, er svo duglegur að stækka.
Vorum í 5 mánaða skoðun og hann er orðinn 70 cm og 8.745 gr.


Skildu eftir svar