Að ári liðnu…

Í júní í fyrra – fyrir einmitt ári síðan – graffaði ég þetta graff á Vesturgötunni.


Í júní í ár – að ári liðnu – er graffið enn uppi.

Það verður þó að segjast að það hefur látið verulega á sjá og er ekkert sérlega fallegt lengur.


Ég sakna þess soldið að ganga Vesturgötuna því þar fann ég iðulega ný gröff sem kættu mig reglulega mikið. 

*****

Ég tók einmitt myndir af tveim nýjum sem ég fann…fann þriðja en kunni ekki við að taka mynd af því þar sem það stóð hópur af fólki við það að reykja.

Myndarlegt ömmu-fernings-graff.

Hér hefur blómum í björtum litum verið bætt við graff síðan í fyrra.

*****

Í dag 9. júní er International Yarn Bombing Day 2012.
Ég held ég verði að skjótast út og graffa aðeins í tilefni dagsins.


Skildu eftir svar