Afhending pantana

Hvernig panta ég á vefnum?

Í valmyndinni á stikunni efst á síðu undir “Netverslun” er listi yfir vöruflokka. Þegar smellt er á flokk birtist listi yfir undirflokka og þegar smellt er á undirflokk birtast þær vörur sem til eru í viðkomandi flokki. Með því að smella á vöruheiti færðu upp nánari lýsingu og verð.

Vörur eru settar í körfu með því að smella á viðeigandi hnapp. Þú getur alltaf skoðað innkaupakörfuna þína og breytt innihaldi hennar.

Til að panta vörur smellir þú á samnefndan tengil. Þá opnast síða þar sem þú velur greiðslumáta þ.e. hvort þú vilt greiða með bankamillifærslu eða greiðslukorti. Þegar annar hvort möguleikinn er valinn opnast síða með innihaldi körfunnar og innsláttarformi. Þegar þú hefur gengið úr skugga um að innihald körfunnar sé rétt, þá skráir þú inn upplýsingar um viðtakanda og staðfestir pöntunina. Þá berst pöntunin til okkar og fer í vinnslu.

Þú færð senda staðfestingu á tölvupósti á það netfang sem þú gefur upp. Staðfestingin berst yfirleitt innan örfárra mínútna. Í staðfestingunni kemur fram númer pöntunar, upplýsingar um viðtakanda og pöntunin sjálf þ.e. vörunúmer, lýsing, fjöldi og verð. Uppgötvir þú á þessu stigi að einhverjar upplýsingar séu rangar, þá getur þú sent bréfið til baka á sendanda og óskað eftir leiðréttingu. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband við þig og láta vita hvað það gæti tekið langan tíma að fá vöruna og þú getur í framhaldi af því ákveðið hvort þú viljir halda þig við pöntunina.

Greiðsluform

Handverkskúnst býður upp á að greitt sé fyrir vörur með bankamillifærslu eða greiðslukorti. Hafi kaupanda verið gefið upp rangt verð, t.d. vegna mistaka við innslátt eða bilunar í vinnslukerfi, þegar hann staðfesti kaup á vöru verður honum þegar í stað tilkynnt um verðbreytingu og gefinn kostur á leiðréttingu eða að hætta við kaupin.

Afhending

Afgreiddar pantanir eru póstlagðar á virkum dögum kl 16.

Skildu eftir svar