Velkomin á síðuna okkar
Opnunartími verslunar:
mánudaga-föstudaga frá kl. 11-18
laugardaga frá kl. 11-14
Handverkskúnst ehf. er í eigu mæðgnanna Guðrúnar Maríu og Elínar Kristínu. Með samstarfi okkar undir nafninu Handverkskúnst stefnum við mæðgur á að:
- Starfrækja verslun og vefverslun þar sem þú getur verslað gæðagarn á verði við allra hæfi. Lipur og góð þjónusta.
- Halda námskeið þar sem við kennum hekl og prjón fyrir byrjendur sem og lengra komna.
- Bjóða upp á uppskriftir bæði skrifuðum af okkur sjálfum sem og þýddum uppskriftum frá öðrum. Allar uppskriftir sem við þýðum eru að sjálfsögðu þýddar með leyfi höfundar.
- Blogga saman hér á garn.is / handverkskunst.is. Á blogginu munum við aðallega deila með ykkur handavinnunni okkar. Við ætlum einnig taka saman fróðleik og leiðbeiningar um handavinnu af ýmsum toga.
- Halda úti Facebook síðu þar sem við deilum færslum af blogginu sem og öðru sem okkur dettur í hug.