4/30Garn: Kambgarn
Litir: Tómatrauður (0917), Hvítur (0051), Dökkblár (0968)
Nál: 3,5

Fínasti ferningur. Finnst virkilega skemmtilegt að hafa hann svona tvílitann í miðjunni. En uppskriftinn bíður upp á að hafa miðjuna einlita og tvílita. Uppskriftin var ágæt. Þurfti að hugsa aðeins til að skilja sumt en á meðan ég fylgdi bara uppskriftinni þá varð þetta allt ljóst. 

Það var þó einn stór galli á uppskriftinni að mínu mati. Uppskriftin er að einlitum ferning en til þess að fá tvílitu leiðbeiningarnar þurfti ég alltaf að fara neðst í skjalið og lesa þar setningu og fara svo upp aftur til að halda áfram að lesa umferðina. Hefði mátt hafa þessa setningu fyrir neðan umferðina eða hreinlega hafa tvær uppskriftir.

Myndi segja að þessi ferningur sé tiltölulega auðveldur. Hringurinn í miðjunni er flóknastur en þar eru frambrugðnir stuðlar og svokallað tvíbandahekl – en þá ertu með tvo spotta, skiptist á að hekla úr öðrum og heklar yfir hinn.


Skildu eftir svar