3/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Dökkblár (0968), Blágrænn (1218)
Nál: 3,5 mm

Ég er mjög ánægð með þennan ferning. Hann er auðveldur í framkvæmd og fallegur hvort sem hann er einlitur eða marglitur. Ég ákvað að herma eftir litaröðinni hjá Maryfairy á Ravelry og sé ekki eftir því.


Hef bara eitt út á uppskriftina að setja. Skil ekki alveg afhverju mar á að byrja hverja umferð á að færa sig yfir í næsta horn með keðjulykkjum. Ég byrjaði því bara hverja umferð þar sem ég tengdi/lokaði síðustu umferð.

Mæli hiklaust með þessum ferning.


Skildu eftir svar