21/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216)
Nál: 3,5 mm

Sætur ferningur. Ákvað að gera nokkra í röð sem eru tvílitir. Þessi uppskrift passaði samt ekki hjá mér. Ég er ekki viss hvort ég gerði villu e-r staðar á leiðinni eða hvort uppskriftin var röng. Ég þurfti allavegana að breyta seinustu þrem umferðum svo þetta gengi upp.

Ég er svooo eftir á með þetta verkefni. Þessi veikindi á heimilinu settu allt á annan endann. Ég er ekki bara eftir á með þetta hekl heldur er ég eftir á í skólanum…og skólinn gengur fyrir.

Skildu eftir svar