Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Tómatrauður (0917), Vatnsblár (1216)
Nál: 3,5 mm
Ágætis ferningur. Ekki í neinu sérstöku uppáhaldi þó. Finnst hjörtun í ferningnum ekki njóta sín nógu vel, en þau eiga að vera fúttið í honum. Finnst þessir litir þó æðislegir saman.
Uppskriftin var frekar sérstök líka. Sem betur fer voru mikið af myndum því ég var ekki alltaf að fatta skriflegu leiðbeiningarnar. Mér leiðast uppskriftir sem hafa sínar eigin skammstafanir – ef svo má kalla – í þessar uppskrift var HH sem þýddi 5 stuðlar, LCC sem þýddi 3 stuðlar. Og til að vita hvað þessar skammstafanir þýddu varð mar að fara efst í skjalið.
Eins og ég hef áður sagt þá leiðist mér þegar ég þarf að flakka upp og niður uppskriftina til að geta skilið hana.