1/30Garn: Kambgarn 

Litir: Tómatrauður (0917), Blágrænn (1218), Hvítur (0051)
Nál: 3,5 mm

Alls ekki flókinn ferningur í framkvæmd. Á skalanum 1 til 5 myndi ég segja að erfiðleikastigið væri 1. 

Leiddist þó hvað ferningurinn fór allur að krumpast í seinustu umferðunum. Ég fækkaði stuðlum en samt krumpaðist hann frekar mikið. Ég fíla ekki ferninga sem ég verð að títuprjóna og móta til þess að geta notað þá. 


En annars er þetta fínasti ferningur. Tilvalinn til að hafa einlitann og gera nokkra í mismunandi litum og setja saman í teppi.Skildu eftir svar