11.6.11 – International Yarn Bombing Day

Stóri dagurinn rann loksins upp. Woop woop.
Ekki nóg með það að það var alþjóðlegur garn-graff dagur heldur varð móðureiningin mín 48 ára í dag. Í tilefni dagsins ákvað ég að graffa stóru uppáhalds graffi í götunni minni Flókagötunni.
Ég tók samt smá forskot á sæluna seinustu helgi og graffaði á Vesturgötunni. Ég elska þetta graff því sagan á bak við það er svo yndisleg. Vinafólk mitt á 3 frábæra ketti sem eru frekar þjófóttir. Garnið sem er í þessu graffi er allt garn sem kettirnir komu með heim.
Finn samt til með þeim sem áttu þetta garn. En vona að það sé huggun að vita að það var notað í e-ð frekar en að það hafi farið algerlega til spillis.Skildu eftir svar